Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um hin hefðbundnu trúarkerfi með áherslu á stöðu mála í samtímanum; kristni, íslam, gyðingdóm, búddisma og hindúisma en í síðari hlutanum snýr hann sér að nýtrúarhreyfingum og öðrum trúarhugmyndum við upphaf nýrrar aldar.
Sérstakur kafli er um trúfélög á Íslandi og ýmsa nýja strauma í guðfræði og andlegri leit. Auk þess er kafli um samsæriskenningar og leynihreyfingar, samanber þær sem Da Vinci lykillinn er byggður á.