Hringur Jóhannesson (21. desember 1932 – 17. júlí 1996) var íslenskur myndlistamaður. Hann þótti vera einn helsti fulltrúi ljóðræns nýraunsæis í íslenskri myndlist á 7. og 8. áratugnum.
Hringur fæddist að Haga í Aðaldal. Hann útskrifaðist úr Handíða- og myndlistarskóla Íslands árið 1952 og hélt sína fyrstu einkasýningu 1962. Alls urðu einkasýningar hans tæpar fjörtíu og samsýningar um sjötíu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var kennari við Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1959-1962, Myndlistaskólann í Reykjavík frá 1962 og í stjórn skólans frá 1965. Hringur myndskreytti fjöldann allan af blöðum, tímaritum og einnig margar byggingar.
SIÐASTI DROPINN
Hringur Jóhannesson listmálari hefur / teiknað forsiðumynd Þjóðviljans i dag og kallar hana „Siðasta dropann”. Segist hann gera ráð fyrir, að það standist nokkuð á, að við jarðarbúar verðum hálfbúin að drepa okkur úr mengun um leið og uppurin verða hráefni jarðar og orka.
Hringur er kunnur myndlistarmaður, sem tekið hefur þátt i ótal samsýningum hér heima og erlendis og haldið uppundir 10 einkasýningar, þá siðustu i fyrra í Bogasalnum. Hringur hefur beitt sér nokkuð jafnt að málverkinu og teikningunni, og njóta málverk hans þess að þar er æfður teiknari á ferð. Sjá myndina í þjóviljanum 03.11.1974 hér
„Mála milli 40 og 50 myndir á hverju sumri,,
segir Hringur Jóhannesson,listmálari í sumarspialli
Það eru um tiu ár siðan þessi vinnustofa min var byggð hér og ég hef komið hingð á hverju sumri siðastliðin sjö eða átta ár”, sagði Hringur Jóhannesson listmálari er Visismenn kíktu inn á vinnustofu hans að Haga i Aðaldal núna fyrir skömmu.
Hringur er fæddur og uppalinn i Haga og það undrar þvi engan að hann kunni vel við sig í sveitinni. Bróðir hans býr búi sinu á Haga og hjálpust þeir að þvi að byggja vinnustofu fyrir málarann. sjá meira hér
Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér