JÁVERK ehf. er traust, áreiðanlegt og metnaðarfullt verktakafyrirtæki sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er. Starfsmenn eru á annað hundrað en fyrirtækið hefur einnig byggt upp sterk sambönd við fjölda undirverktaka og birgja. JÁVERK hefur hlotið viðurkenningu CreditInfo sem Framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári frá árinu 2014.