Jón Axel er fæddur 2 febrúar 1956 í Reykjavík.
Nám: Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1975-1979. Jón er starfandi myndlistarmaður og hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og erlendis.
Forsíðumyndin: Málverk eftir Jón Axel Björnsson, einn þeirra sem nú sýna á Kjarvalsstöðum : Sjá meira hér í Lesbók Morgunbaðins í fébrúar 1983.
Jón Axel Björnsson er fæddur í Reykjavík 1956. Hann hóf listnám á kvöldnámskeiðum undir leiðsögn Hrings Jóhannessonar. Nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands hóf hann 1976 og lauk prófi frá málaradeild 1979. Þau 5 ár sem síðan eru liðin hefur Jón Axel unnið samfleytt að myndist, en stundað vinnu jafnframt, þar til fyrir einu ári. Síðan hefur hann aðeins málað. Fyrstu einkasýningu sína hélt Jón Axel í Ásmundarsal á páskum 1982 og síðastliðið haust átti hann þátt í sýningu í Listasafni ASÍ með þeim Vigni Jóhannssyni og Gunnari Erni. Þar að auki hefur Jón Axel tekið þátt í mörgum samsýningum. Lesbók Morgunblaðins í mars 1984 sjá meira hér
Skúlptúr og veggmynd eftir Jón Axel, grein í Lesbók morgunblaðins 1987. sjá meira hér
Eg mála sjálfan mig á röngunni
Í Vestursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýning á verkum eftir Jón Axel Björnsson, Björgu Örvar og Valgarð Gunnarsson. Jon Axel sýnir hér olíumálverk og einn skúlptúr. Hann útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla Íslands 1979 og hefur síðan haldið fimm einkasýningar; í Ásmundarsal 1982, Salnum 1985, Mokka 1985, Gallerí Svart á hvítu 1987, Gallerí Gangnum 1987, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, í Svíþjóð og í Frakklandi.
Viðtal gerði Sússana Svavars í Morgunblaðinu óktober 1987 sjá meira hér
Hver einasti punktur hefur þýðingu
Jón Axel Björnsson og Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir opna listsýningar hvort á sinni hæð í Hafnarborg á morgun. Jón Axel er málverkinu trúr en Jóhanna Kristbjörg leikur sér að því að teygja það út fyrir strigann. Grein í Fréttablaðinu mars 2018 sjá meira hér
Sjá fleiri greinar um íslenska myndlist klikka hér