söluturn, mynd frá ljósmyndasýningu

Ljósmyndasýning Guðmundar Ingólfssonar – Síðasta sýningarhelgin

Síðasta sýningarhelgin í Myndasal

Helgin 12. – 14. janúar er síðasta sýningarhelgin á ljósmyndasýningu Guðmundar Ingólfssonar í Þjóðminjasafni Íslands. Guðmundur Ingólfsson Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017.

Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni – af sjoppum og af mannlífi – birtast breytingar sem sýna þróun byggðar.

Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar.

Nánar hér

Þjóðminjasafn Íslands

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0