MAGNEA

Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design.

Í hönnun sinni leggur Magnea áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira. Fatalínur hönnuðarins eru byggðar á hugmyndafræði hennar um ferska og sjálfbæra nálgun á prjón og íslenska ull. Með áherslu á tilraunir og handverk, litasamsetningar og smáatriði skapar hönnuðurinn og þróar ný efni fyrir hverja línu og útfærir vandlega í einföld form og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri.  MAGNEA er “slow fashion” tískumerki sem var stofnað árið 2015.

Vörur Magneu fást í KIOSK Grandagarði 35 ásamt netverslun

RELATED LOCAL SERVICES