Menningarnótt 2023

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er markmiðið að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af viðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða.

Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar, rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni.

Í ár fer Menningarnótt fram 19. ágúst 2023 og stendur dagskráin kl. 12:00–23:00.

Hátíðarsvæðið er miðborgin öll, að Lönguhlíð í austurbænum, að Hagatorgi í vesturbænum og teygir sig út á Granda.

Setning Menningarnætur fer fram kl. 12:00 á Kjarvalsstöðum og fara svo viðburðir fram um alla um alla borg í framhaldi.

Formlegri dagskrá lýkur með flugeldasýningu á Arnarhóli kl. 23:00.

Dagskrá Menningarnætur

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0