Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 9. -13. ágúst 2017. Hátíðin freistar þess að bjóða uppá það besta í íslenskri jazztónlist. Jazz á Íslandi snýst ekki síður um að vera í góðum tengslum við alþjóðlega strauma. Jazzhátíð Reykjavíkur er skipulögð af Jazzdeild FÍH með hjálp frá Menningarsjóði FíH, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði.
Hátíðarpassinn gildir inn á alla viðburði hátíðarinnar í ár. Jazzhátíð Reykjavíkur áskilur sér rétt til að að breyta dagskránni. Passinn tryggir ekki forgang inn á viðburði. Vinsamlegast mætið tímanlega og njótið hátíðarinnar.
Einnig eru í boði dagpassar.
Nánari upplýsingar á: reykjavikjazz.is