Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði – Opnunarhelgi
Thorsplan – 17. nóvember kl. 17:00

Komdu heim í jólabæinn Hafnarfjörð!
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani föstudaginn 17. nóvember þegar ljósin verða tendruð á Cuxhaven-jólatrénu. Sendiherra Þýskalands, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og formaður vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven sjá um að tendra ljósin á trénu. Jólatréið er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi til 35 ára, og mun það lýsa upp Jólaþorpið í desember.

Föstudagur 17. nóvember
Kl. 17:00 Jólaþorpið opnar
Kl. 18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Kl. 18:20 Karlakórinn Þrestir
Kl. 18:30 Tendrun ljósanna á Cuxhaven jólatrénu
Kl. 18:40 Rakel Björk Björnsdóttir flytur nokkur jólalög
Kl. 18:50 Sigríður Thorlacius og Guðmundur flytja jólalög

Þú finnur jólaandann hjá okkur
Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar á aðventunni; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla og til kl. 21 á Þorláksmessu. Í Jólaþorpinu iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður! Frekari upplýsingar hér

Thorsplan 220 Hafnarfjörður

hfj.is/jolabaerinn


17. nóvember kl. 17:00


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Eggið – gagnvirk sýning fyrir börn

   Eggið – gagnvirk sýning fyrir börn

   Verið velkomin á sýninguna Eggið! Eggið er gagnvirk sýning fyrir börn byggð á samnefndri myndabók sem skrifuð er af San...

   Norræna Húsið – Undir Íshellunni

   Norræna Húsið – Undir Íshellunni

   Undir Íshellunni – Ný sýning á barnabókasafni 12.09.2023 - 31.03.2024 Hvernig lifa dýr og plöntur af á kaldasta svæði ...

   Art67 Gallerí – Sýningaropnun

   Art67 Gallerí – Sýningaropnun

   Art67 Gallerí Sólrún Halldórsdóttir - Umbreyting Laugardaginn 4. nóvember 14:00-17:00 Gestalistamaður nóvember er Sól...

   Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson

   Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson

   Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson: Á hafi kyrrðarinnar – listamannsspjall Sunnudaginn 11. júní kl. 13 Sunnudaginn 11. jún...