Safnahúsið – Vilt þú læra myndlæsi?

Safnahúsið við Hverfisgötu – Vilt þú læra myndlæsi?
8. október kl. 14

Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.

Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Að þessu sinni mun Karina Hanney Marrero fara fyrir hópnum. Karina er listfræðingur og listrænn verkefnastjóri. Hún lauk mastersnámi í samtímalistfræði við Goldsmiths háskólan í London árið 2014. Á undanförnum árum hefur hún komið að sýningarverkefnum og skrifum í Reykjavík, London og Winnipeg. Rannsóknarsvið Karinu snýr að jaðar kimum sögunnar, og samfélagslegum og pólitískum birtingarmyndum valds í nútímasamfélagi.

Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið [email protected] Takmarkaður fjöldi.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0