Tendrun Friðarsúlu

Viðey – Tendrun Friðarsúlu
9. október kl. 17:45 – 20:45

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í 17. sinn mánudaginn, 9. október klukkan 20:00. Í eyjunni verður friðsæl athöfn en eins og margir vita er 9. október fæðingardagur Johns Lennon og mun Friðarsúlan varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur hans.
Boðið er upp á fríar ferjusiglingar fyrir og eftir athöfn. Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og fleiri halda úti dagskrá í Viðey sem hefst kl. 17:45 og stendur til 21:30.
Emilíana Torrini, Tina Dickow, Markéta Irglová, Pétur Ben og Helgi Jónsson flytja tónlist við Friðarsúluna – auk þess munu borgarstjóri Reykjavíkur flytja ávarp. Það er venja að um leið og kveikt er á súlunni er lagið Imagine spilað undir og fólki gefst tækifæri til að taka myndir og deila viðburðinum í máli og myndum á samfélagsmiðla.

Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Siglt verður frá Skarfabakka frá kl. 17:30 til 19:30.
Nauðsynlegt er að bóka sig í ferjuna. Bókið hér:
https://elding.is/is/tendrun-fridarsulunnar-i-videy
Strætóferðir verða frá Hlemmi að Skarfabakka. Fyrsti vagn fer frá Hlemmi kl.17:30 og ekið verður til kl. 19:00
Fyrsta ferja eftir tendrun Friðarsúlunnar siglir frá Viðey kl. 20:30. Hægt verður að taka strætó frá Skarfabakka að Hlemmi frá kl. 20:40 og þar til lokið verður að flytja gesti úr Viðey.

Dagskrá í Viðey:
17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono
18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur
18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono
19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur
19:40 Emilíana Torríni og vinir flytja tónlist við Friðarsúluna. Með Emilíönu er tónlistarfólkið þau Pétur Ben, Helgi Jónsson, Markéta Irglová og Tina Dickow.
19:55 Amina J. Mohammed, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna ávarpar gesti
19:58 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri flytur ávarp
20:00 Friðarsúlan tendruð undir laginu Imagine eftir John Lennon og Yoko Ono
Hægt verður að kaupa veitingar í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu.

Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennons. Friðarsúlan er tendruð árlega á fæðingardegi Lennons þann 9. október og lýsir til 8. desember sem er dánardagur hans. Listaverkið er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði. Friðarsúlan, er í formi óskabrunns en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0