The Space Between
m i n u i t and Nina Fradet
VERNISSAGE: March 30th from 18:00
Musical performance by Ʒeb ənd Iːw
Open March 28th – 31st, Thu-Sun, 13:00-20:00
| The Space Between | er myndlistarsýning þar sem frönsku listakonurnar Candice Quédec, öðru nafni m i n u i t, og Nina Fradet tefla saman verkum sínum. Efniviðir verkanna eru blásið gler og ofinn bambus, en ekki síst öll svæðin í efnunum, millibilin, sem titill sýningarinnar vísar í; þar sem efninu sleppir og ljós og loft flæða óhindrað í gegn. Þannig myndast samspil andstæðna; ljóss og skugga, hörku og viðkvæmni, himins og jarðar.
Verkunum tveimur er hér stillt upp saman til að magna tjáningarkraft þeirra og mynda tengsl milli ólíkra miðla.
Torrential eftir m i n u i t
Torrential (lauslega þýtt sem fossandi) er glerlistaverk innblásið af steypiregni. Það vaknar til lífsins þegar ljósgeislar skína í gegnum það og umbreytast. Því mætti líkja við viðkvæmt klukkuspil, eða fíngerð norðurljós á vetrahimni, eða hvers kyns viðbrögð umhverfis við smávægilegu áreiti. Verkið vann Candice í samstarfi við Simon Muller, franskan glerlistamann. Saman völdu þau gler í fimm litum. Frá svarbláum til grás.
Torrential kallar fram stundir í tímaleysi, sem dregnar eru áfram af list og hönnun. Verkið tekur á sig form hundruða glerstanga af ýmsum stærðum, hangandi niður úr loftinu líkt og stórt ský.
Sýningargestum er boðið að hafa á brott með sér hluta úr verkinu, og þannig leysist skýið upp og hverfur með tímanum, vatnið finnur sér leið og myndar ný ský annarsstaðar.
Ofið – til heiðurs fínleikanum eftir Nina Fradet
Á sýningunni Weaved fléttar Nina Fradet saman hefðbundna franska og japanska þekkingu og handverk og sýnir smágerða ofna hluti úr bambus og tré sem hún kemur fyrir í samtímanum. Hún lærði hjá bambusvefaranum Chiemi Ogura og sýnir hér hluti sem eru einhvers staðar mitt á milli þess að vera fáguð listaverk með viðkvæmt abstrakt munstur og áhöld með notagildi.
Nina vinnur með þá menningu sem á vegi hennar verður og blandar saman list, hönnun og handverki út frá samtímasýn á lögun, efnivið og notkunargildi. Þannig verður til samtal ólíkra sköpunarsviða sem hefur það hlutverk að fá fólk til standa vörð um og miðla fornu handverki sem er ótæmandi uppspretta fegurðar.