Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson

Tveir af ástsælari söngvurum landsins, þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, slá saman í eitt veglegt Þorláksmessu-púkk með tónleikum á Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel 23. desember næstkomandi. Söngtvíeykið kemur fram ásamt glæsilegri hljómsveit sinni og saman reiða þau fram sérlega hátíðardagskrá með ríkum jólaanda og sem er ekki síður hátíðleg en nýafstaðnir tónleikar í Hörpu, 17. desember síðastliðinn.
Sigríði og Sigurð þekkja langflestir landsmenn í gegnum söngva þeirra sem þau hafa framið með hljómsveitum sínum, Sigríður í Hjaltalín og Sigurður í Hjálmum. Einnig hafa þau sent frá sér afbragðs einleiksskífur.
Það eru einmitt tvær hljómplötur þeirra sem verða í forgrunni á tónleikunum á Sæmundi í sparifötunum – jólaplöturnar Nú stendur mikið til með Sigurði og Jólakveðja með Sigríði. Auk laga af þessum plötum verða á dagskránni hátíðarlög úr öllum áttum sem Sigurður og Sigríður munu syngja bæði saman og í sitthvoru lagi.
Hér verður um einstaka kvöldstund að ræða þar sem reynt verður að nálgast hið sanna og hátíðlega inntak jólanna.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og er frítt inn.
Bestu kveðjur / Kind Regards
Benedikt Reynisson
Events / Social Media / Press
Kex Hostel / Kexland / Hverfisgata 12 / DILL / Mikkeller & Friends RVK
https://www.kexhostel.is

Welcome on KEXLAND


https://www.hverfisgata12.is
https://www.dillrestaurant.is
https://mikkeller.dk/mikkeller-friends-reykjavik/

Phone +354 561 6060
Mob.  + 354 822 2825