Sjónum beint að sjónum

Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein öflugasta grunnstoðin í íslensku atvinnulífi. Fyrir fjörutíu árum, árið 1983, setti Alþingi lög um íslenska kvótakerfið, sem er fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á aflamarki, og segir til hversu mikið íslenskir sjómenn eða útgerðir mega veiða af hverri fisktegund á tilteknu tímabili, sem er frá 1. september til 31. ágúst. Kvótakerfinu var komið á til þess að vernda íslenska fiskistofna frá ofveiði. Þótt kvótakerfið sé og hefur verið umdeilt, þá líta margar fiskveiðiþjóðir öfundaraugum á okkar kerfi, sem hefur í fjóra áratugi fært okkur farsæld.

Það er sjávarútvegsráðherra sem gefur út kvótan eftir tillögum sem Hafrannsóknastofnunin gefur ráðuneytinu. Verðmætasti fiskurinn er þorskurinn og kvótin á nýhöfnu fiskveiðiári 211.309 tonn, sem er 1% aukning frá því í fyrra. Hafrannsóknastofnunin telur að stofnstærðin sé í góðu jafnvægi. Ýsukvótinn er aukin um 23% milli ára, meðan ufsakvótinn er skorin niður um 7% í 66.533 tonn. Kvótinn á Gullkarfa er 41.286 sem er aukning um 62%, en bannað verður að veiða djúpkarfa, en í fyrra var kvótinn 6.633 tonn. Sumargotsíldin er aftur á móti í góðu ásigkomulagi, en kvótinn er aukinn í 92.634 tonn eða um 40%. Af öðrum tegundum þá er kvótin óbreyttur á Sæbjúgum, eða 2.591 tonn. Veiðar á lúðu eru bannaðar eins og undanfarin ár. Allar tölulegar upplýsingar koma frá skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar, Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.

Komið heim til Reykjavíkur í blíðviðrinu í dag

Höfnin á Rifi á Snæfellsnesi, ein af betri höfnum landsins

Höfnin á Stöðvarfirði, austur á fjörðum

Í Bolungarvík, vestur á fjörðum er ein öflugasta smábátaútgerð á landinu

Vetrarstilla við höfnina á Dalvík við Eyjafjörð

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Ísland 14/09/2023 : RX1R II, A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G