Á vegum Búseta eru að hefjast framkvæmdir við byggingu 20 íbúða fjölbýlishúss við Skógarveg. Um er að ræða þriggja hæða hús með opnum svalagangi og hálfniðurgrafinni bílageymslu. Lyfta tengir bílakjallara við efri hæðir hússins. Í húsinu verða 11 tveggja herbergja íbúðir, um 66 m2 og 9 þriggja herbergja sem eru um
84 m2.

Skógarvegur ljósmynd

Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og fellur það undir vilyrði borgarinnar frá 2016 um að Búseti fengi bygg-ingarétt á fleiri lóðum í borginni. Verklok eru áætluð í nóvember 2018.