Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir vegna byggingar 156 íbúða fjölbýliskjarna við Móaveg í Grafarvogi á vegum Bjargs, fasteignaþróunarfyrirtækis á vegum ASÍ og BSRB. Meðalstærð íbúða er 74 m².

Ráðgert er að framkvæmdir hefjist snemma á árinu 2018, fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar um mitt ár 2019 og framkvæmdalok eru áætluð í desember 2019. Félagsbústaðir verða með 20% íbúða.