Steikhúsið

Matseðillinn er púsluspil

„Þar sem við, sem stöndum að Steikhúsinu, erum ólík og kenjótt varð staðurinn máski eilítið kenjóttur líka. Það gefur okkur sérstöðu sem hefur verið vel tekið,“ segir Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Steikhússins við Tryggvagötu.
„Steikhúsið er staður til að fara á þegar gera á virkilega vel við sig og því leggjum við mikið upp úr öllum tegundum rétta, líka forrétta“

mynd1

Meðal forrétta á Steikhúsinu má nefna nauta-carpaccio, pekanhnetu- og parmesan-hjúpuð grísarif, skelfiskssalat, humarkúlur, grafna hrefnu og vorrúllu með léttreyktum svartfugli. Þegar kemur að aðalrétti geta gestir púslað saman öllu sínu uppáhalds, byrja á að velja sér tegund steikar og hvernig hún skal elduð og svo með henni það meðlæti sem þeir vilja. Ef valið snýst um kartöflur, þá er hægt að fá þrísteiktar franskar, sætkartöflufranskar, bakaða kartöflu eða kartölugratín og það eru bara kartöflurnar; svo er allt hitt eftir.

mynd2
Sérstaklega er mælt með kjöti sem er meyrt og meðhöndlað í minnst 28 daga eftir forskrift Steikhússins

Steikurnar eru ófáar og ólíkar og geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi en sérstaklega er mælt með kjöti sem er meyrt og meðhöndlað í minnst 28 daga eftir forskrift Steikhússins. Svo má ekki gleyma þeim sem ekki eru fyrir kjötið og þá er hægt að fá steiktan fisk eða jafnvel hnetusteik sem jafnvel hörðustu kjötunnendur segja matarmikla.

Steikhúsið er líka með samsettar máltíðir, til dæmis sumarveislur. „Það er svolítið okkar stef að gestir velji sér saman uppáhaldssamsetningu sína en þó eru sumarveislurnar okkar alltaf feykivinsælar. Þar er um að ræða tvenns konar þríréttaðar veislur: forréttir eru þrír, svo er val um fisk eða kjöt í aðalrétt og loks gómsætur eftirréttur til að tryggja að enginn fari frá okkur öðruvísi en á blístri og það án þess að leggja út stórar upphæðir. Samsettu veislurnar eru fullhlaðnar án þess að verðið beri þess merki. Svo er gaman að sjá hve margir eru ævintýragjarnir og smakka á bæði hvalnum og hrossinu sem ekki er að sjá á matseðlum í öllum löndum.“

Það má ekki gleyma ungviðinu en á Steikhúsinu er einnig barnamatseðill. Steikhúsið er mikill fjölskyldustaður og þá kemur sér vel að boðið er upp á ódýra rétti sem höfða til þeirra yngstu.
„Sérstaða okkar liggur að nokkru leyti í kolaofninum og þá ekki hvað síst þeirri tegund viðarkola sem við notum en kolaofninn gefur einmitt sérstakt bragð sem markast þó nokkuð af þeirri tegund kola sem notuð er. Það var hluti af þróuninni að prófa ótal tegundir þangað til við fundum þá einu réttu.“

-SJ

www.steik.is