Svanasöngur sex álfta fjölskyldu

Álftin er lang stærsti varpfugl landsins. Fullvaxta er hún um tíu kíló og vænghafið er tæpur tveir og hálfur metri. Álftin er alfriðuð og varppörin hér á landi eru um 6000, og að hausti er stofninn um 34.000 fuglar. Stór hluti svanastofnsins heldur þá til Stóra Bretlands til að hafa vetursetu. Álftin er grasbítur sem lifir mest á vatnagróðri eins og störum, fergini, mara og nykrum. Álftin er mjög félagslynd og heldur sig í hópum, nema yfir varptímann, en hún verpir í sama óðalinu ár eftir ár eins og þetta par sem býr á tjörn við bæinn Tjörn á Mýrum í Hornafirði.  

Hornafjörður 08/07/2021 11:45 200-600mm