Þessi sögufræga eyja okkar Íslendinga er stöðugt að bæta við sögu sína

LAND & SAGA

44. Tölublað 12. árgangur 2018


Þessi sögufræga eyja okkar Íslendinga er stöðugt að bæta við sögu sína og segja má að aldrei hafi hróður hennar borist jafn viða og nú enda þekkja menn til hennar í æ ríkari mæli. Við hjá Land og Saga höfum gætt þess að mæta þessum þörfum og höfum gefið út blaðið okkar um árabil á fjórum tungumálum, ensku, þýsku, frönsku og kínversku. Viljum við gera enn betur og bæta íslenskunni í flóruna. Höfum við ákveðið að gefa út þetta tímarit, Land og Saga, og þá í breyttri mynd, í meiri líkingu við Icelandic Times. Svo munum við einnig taka fyrir séríslensk málefni eins og nýsköpun, byggingariðnaðinn, hönnun og ýmislegt fleira sem á við hverju sinni.Í þessari frumraun okkar á þessari nýbreytni, kennir ýmissa grasa. Sem dæmi má nefna viðtal við sendiherra Rússlands og áhugann á málefnum norðurslóða, mál sem varða brú yfir Skerjafjörð, mikla aukningu á fjárfestingum fólks í húsnæði á Spáni, viðtal við Sigmund Davíð um skipulagsmál og umfjöllun um hugmyndir um nýjan þjóðar-leikvang í Vatnsmýrinni. Þetta eru fjölbreytt málefnum líðandi stundar sem eru mörg hver afar athygliverð. Verður gaman að fylgjast með framþróun mála.Sem fyrr segir hefur aukning í ferðamannastraumnum og þá í kjölfarið, þekking á landi og þjóð, stóraukist svo um munar á undanförnum árum, svo eftir er tekið. En eigum við Íslendingar ekki að vera vel kunnir öllum okkar þáttum og háttum? Ég myndi ætla það, að við viljum fylgjast með því sem er að gerast hjá landi okkar og þjóð. Þetta tímarit, Land og Saga, ætti að gefa einhverja innsýn inn í málefni þjóðarinnar og einnig í málefni eins og nýsköpun, byggingariðnaðinn, menninguna, atvinnuvegina og sitthvað fleira sem við verðum með til umfjöllunar á síðum blaðsins.

Einar Þ. Þorsteinsson
Útgefandi/Ritstjóri

ÚTGEFANDI/RITSTJÓRI
Einar Th. Thorsteinsson [email protected]
SÖLU & MARKAÐSDEILD

Kolbrún Kristín Ólafsdóttir  [email protected]

Ingi karlsson  [email protected]

FORSÍÐUMYND Friðþjófur Helgason
BLAÐAMENN Andrew Scott Fortune E. Marie Valgarðsson Jenna Gotlieb Magnús Þór Hafsteinsson Svava Jónsdóttir Geir Guðsteinsson Björn Jón Bragason LJÓSMYNDARAR Friðþjófur Helgason
HÖNNUN Jacqueline Sanz
HEIMASÍÐUR Hari Aravind

LAND & SAGA

Síðumúla 1
108 Reykjavík
+354 578 5800
www.landogsaga.com