Ungt land, með gamlingja í vesturátt

Ísland er bara 16 milljón ára gamalt land. Elsta berg sem fundist hefur á Íslandi í Gelti við Súgandafjörð myndaðist í eldgosi á þeim tíma. Ísland er eitt yngsta land í veröldinni. Næsta land eða lönd fyrir vestan okkur Grænland og Kanada eru elst. Elsta berg veraldar fannst á suðvestur Grænlandi árið 2007, 3.8 milljarða ára gamalt. Vísindamenn vilja halda því fram að þar í þessum umbrotum hafi líf kviknað á jörðinni. Sem er 1.3 milljarður ára frá því jörðin, sólkerfið varð til í þeirri mynd sem við þekkjum… eða ekki. Nú er hafið en eitt eldgosið á Reykjanesi, það þriðja á jafn mörgum árum. En á síðustu hundrað árum, frá 1923, hefur gosið 43 sinnum á Íslandi, næstum annaðhvert ár. Árið 1923 voru tvö gos, í Öskju og Grímsvötnum. Stærstu gosin á síðustu hundrað árum voru í Heklu 1947, Surtsey 1963, Vestmannaeyjum 1973, Gjálp 1996, Eyjafjallajökli 2010, Holuhrauni árið 2014 og síðan nú Fagradaldseldar frá 2021.

Eyjafjallajökull

Holuhraun

Eyjafjallajökull

Holuhraun

Fagradalsfjall

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson