Sigurður Árni Sigurðsson

 

Leiðsögn listamanns: ÓraVídd

Sunnudag 14. febrúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

Við endurtökum leiðsögn Sigurðar Árna um sýninguna ÓraVídd á Kjarvalsstöðum, þar sem færri komust að en vildu á síðustu leiðsögn. Sigurður Árni Sigurðsson á að baki áhugaverðan listferil og hefur hann útfært verk sín með fjölbreyttum hætti. Hann hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar. Þar kallast á bæði það sem sést með berum augum og einnig það sem við sjáum ekki.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Aðal­steinn Ingólfs­son skrifar um Óra­Vídd yfir­lits­sýningu á verkum Sigurðar Árna Sigurðs­sonar á Kjarvals­stöðum.

Fram eftir ný­liðinni öld deildu menn um ís­lenska mynd­list á for­sendum þjóð­hollustu fremur en fagur­fræði. Inn í þá um­ræðu voru stundum dregnar er­lendar mynd­listar­stefnur, eftir því hvort þær féllu að list­rænum hags­munum Ís­lendinga eður ei. Þá var mynd­listar­leg heims­mynd Ís­lendinga til­tölu­lega fá­breytt; fyrir þeim var listin annað hvort þýsk eða frönsk. Þeim sem annt var um það sem þeir kölluðu „heilindi“ ís­lenskrar mynd­listar, töldu að hún ætti að taka sér til fyrir­myndar þýsku mynd­listina, að því gefnu að hún væri laus við á­hrif frá bol­sé­víkum og Gyðingum. Ís­lendingar væru jú þjóð af sama germanska meiði og Þjóð­verjar. Sjálfir gerðu Þjóð­verjar og Frakkar greinar­mun á mynd­list þjóðanna, eins og hún birtist á tuttugustu öldinni. Að þeirra mati snerist þýsk mynd­list fyrst og fremst um tjáningu sjálfsins, en frönsk mynd­list var at­hugun á tjáningu sjálfsins. Á þessu er um­tals­verður munur.Sjá meira hér

Sjá fleiri greinar um íslenska myndlistamenn klikka hér

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0