Fornleifar í Reykjavík, frá landnámi til hafnagerðar 20. aldar    

     
Laugardaginn 27. júní kl. 13 mun Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa á Borgarsögusafni Reykjavíkur, leiða göngu um helstu staði í Reykjavík þar sem landnámsminjar hafa fundist. Gangan hefst við Landnámssýninguna í Aðalstræti 16.

landogsaga Fornleifauppgroftur i Laekjargotu_IINýlega fundust merkar fornleifar við Lækjargötu en fundur þeirra kom verulega á óvart enda var ekki vitað að þar hefði verið landnámsbyggð. Á meðal þess sem fundist hefur er hluti af skála sem talinn er vera frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar auk annarra mannvirkja og fornleifamuna. Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, er ein af þeim sem hafa unnið við uppgröftinn mun segja frá rannsókninni sem stendur þar yfir.

icelandic times Gamli hafnargardurinnFrá Lækjargötu verður síðan haldið áfram að Austurhöfn. Þar stendur yfir rannsókn á hluta af Gömlu höfninni sem var byggð upp á árunum 1913-17. Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur mun segja frá rannsóknum á svæðinu og sýna gestum gamla hafnargarðinn.

Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að skoða og fræðast um þessar fornleifar því það er alls óvíst hvort þær verða áfram sýnilegar almenningi.

Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.

Tengiliður: Anna Lísa Guðmundsdóttir 411-6315 / [email protected]

Borgarsögusafn Reykjavíkur
Grandagarði 8
101 Reykjavík