Jóhannes okkar

Jóhannes Sveinsson, sem tók upp listamannsnafnið Kjarval um tvítugt, skipar sérstakan sess í íslenskri listasögu. Listmálari sem málaði sig inn í hjörtu landsmanna og varð strax einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Fæddur í sárri fátækt árið 1885 í Meðallandi, rétt við Kirkjubæjarklaustur, og alin upp í Borgarfirði Eystri til manndómsára. Heldur til Lundúna 1911, og síðar til Kaupmannahafnar ári síðar og útskrifast úr Konunglega listaháskólanum árið 1917. Jóhannes Kjarval var goðsögn eftir að hann kom heim, bóhem sem bjó á vinnustofu sinni svo til æviloka, og málaði fyrst og fremst íslenskt landslag með sínu nefi, enda snillingur. Kjarvalsstaðir, kenndir við Jóhannes, er fyrsta bygging á Íslandi sem er sérstaklega hannað fyrir myndlist. Kjarvalsstaðir eru hluti af Listasafni Reykjavíkur, en byggingin á afmæli í ár, er fimmtíu ára. Á Kjarvalsstöðum getur maður séð og fundið fyrir göldrum meistara Kjarvals. Hér er brot af verkum Jóhannesar á Kjarvalsstöðum í dag, ein sjálfsmynd og Kjarvalsstaðir að utan. 

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson