Jökulsárlónið er sannkallað ís land

Jökulsárlón er ungt stöðuvatn, það tók ekki að myndast fyrr en árið 1933, þegar Breiðamerkurjökull tók að hopa. Nú er lónið orðnir tæpir 30 km2 að stærð og er dýpsta vatn landsins, tæplag 300 metra djúp þar sem það er dýpst. Það sem gerir Jökulsárlónið sérstakt á íslenskan mælikvarða er að það iðar af dýralífi, en í lónið ganga bæði síld og loðna. Ætinu fylgja síðan selir, og sjófuglar eins og kría, æðarfugl, helsingjar skarfar og mávar, sem eru hér á myndinni að hvíla sig skömmu fyrir miðnætti. Jökulsárlónið er einn af mest sóttu ferðamannastöðum landsins, enda þangað ekki nema rúmir 350 km / 220 mi frá höfuðborginni. 

Austur-Skaftafellssýsla 05/07/2021 22:59 200-600mm

Texti og mynd Páll Stefánsson