LOKKUR
Berglind María Tómasdóttir
31. maí og 7. júní kl. 14 og kl. 16

RockriverMary_Desert-1260x709 
Kynnt verður til sögunnar nýtt en þó gamalt hljóðfæri, ríkt af sögu en þó snautt; allt eftir því hvernig á málið er litið.  Hljóðfæri þetta gengur undir nafninu Lokkur.

Tónleikarnir verða kl. 14.00 og 16.00 báða dagana í Smiðshúsi. Frítt er inn á tónleikana en greiða þarf hefðbundið gjald inn á safnið.

Uppruna lokks má rekja til Íslendingabyggða í Vesturheimi, en hljóðfærið er eins konar afsprengi langspils og rokks. Konur munu einkum hafa leikið á lokkinn, ef til vill vegna skyldleika við gamla góða spunarokkinn sem gekk í endurnýjun lífdaga með tilkomu lokksins, fjarri heimahögum og íslenskri ull.

Á tónleikunum verða  frumfluttar nýjar tónsmíðar fyrir lokkinn eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Berglindi Maríu Tómasdóttur, ásamt sýningu á hljóðfærinu og sögu þess.

Tónleikarnir eru hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015 á www.listahatid.is.

 
Árbæjarsafn
Sumaropnun 31. maí til 31. ágúst 10-17
Kistuhyl
110 Reykjavík
(+354) 411 6300
[email protected]