Súld fyrir sunnan, sól fyrir norðan

Reykjavík 01/07/2021 13:47 85mm

Í hádeginu þegar þessi mynd var tekin úr Hallgrímskirkjuturni yfir miðbæ Reykjavíkur var þar létt rigning og 11°C / 52°F stiga hiti. Á meðan leikur lánið við íbúa og ferðamenn á norður og austurlandi, hitinn á Akureyri og Egilsstöðum var á sama tíma í dag 22°C / 72°F gráður og sól. Veðurspá næstu fimm daga er svipuð, skýjað fyrir vestan og sunnan, meðan menn og málleysingjar norðan og austanlands munu njóta hlýinda langt fram í næstu viku. Svo það er bara að drífa sig austur á Egilsstaði, en suðurleiðin frá Reykjavík er 3 km / 2 m styttri en norðurleiðin sem er 636 km / 395 m löng, upp á punkt og prik frá höfuðborginni.  

Texti og ljósmynd: Páll Stefánsson