Laugardaginn 7. september, á dánardægri Sigurðar Guðmundssonar (1833-1874), verður fjölbreytt hátíðardagskrá í Þjóðminjasafninu í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands.
Allan daginn: Myndasýning á skjá, íslenskir þjóðbúningar.
Kl. 10:00-12:00: Námskeið í listsaum á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands,
hér má skrá sig.
Kl. 10:00-12:00: Konur skauta í Myndasal.
Kl. 13:00-14:15: Málþing. Dr. Karl Aspelund flytur erindið Birtist nú Sigurður.
Kl. 14:30-15:30: Sérfræðileiðsögn með Terry Gunnel.
Kl. 15:30-16:30: Atli Freyr Hjaltason fræðir gesti um balldansa og ballmenningu á árunum 1860-1870 og Þjóðdansafélag Reykjavíkur leiðir samdans að dagskrá lokinni.
Mynd: Sigurður Guðmundsson, sjálfsmynd. Þjóðminjasafnið Mms-40.
Þjóðbúningadagurinn
Þjóðbúningum verður gert hátt undir höfði á laugardag. Sigurður hannaði, sem kunnugt er, skautbúninginn og er 7. september þjóðbúningadagur.
Sýndar verða ljósmyndir af konum í þjóðbúningum og í Myndasal munu konur „skauta“, þ.e. klæðast búningnum.
Heimilisiðnaðarfélagið verður með námskeið í listsaumi, saumuð verða blómamynstur sem Sigurður teiknaði.
Mynd: Kona á skautbúningi. Ljósmyndari Sigfús
Eymundsson 1837-1911. Þjóðminjasafn Íslands
Mms-6717.
Frítt inn fyrir gesti í þjóðbúningi.
Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir verður kynnir á málþinginu.
Við hlökkum til að sjá ykkur!