GUNNLAUGUR SCHEVING 1904 – 1972

GUNNLAUGUR SCHEVING  1904 – 1972

Myndirnar á þessari síðu( sjá verk hér að ofan) sýna 5 stig í þróunarsögu eins af málverkum Gunnlaugs frá fyrstu frumdráttum. Sjá hér

 

Myndir frá sjónum eftir Gunnlaug Scheving.
Sjómannadagsblaðið 51. árg. 1988. Sjá hér

Gunnlaugur Scheving, Ásgrímur Jónsson og Jón Þorleifsson
(talið frá vinstri).  Grein Hjörleifs Sigurðsson og Gunnlaug og sýndir fjölda mynda í Eimreiðinn 79 árg. 1973 .Sjá hér

Gunnlaugur Scheving 1904-1972. Ásgrímur Jónsson 1876-1958. Jón Þorleifsson 1891-1961. (talið frá vinstri)

Fátæktin skildi þau að
Blaðamaður Vikunnar ræðir við frú Grete Linck Grönbeck, fyrrverandi eiginkonu Gunnlaugs Scheving listmálara.

Þau kynntust á Listaakademíunni i Kaupmannahöfn árið 1928 og felldu hugi saman. Bæði voru þau við myndlistarnám. Grete Linck og Gunnlaugur Scheving. Þau voru ung og ástfangin og skeyttu lítt um ólíkan uppruna. Hún kom frá miklu menningarheimili á Friðriksbergi, hann frá fátæku fiskimannaþorpi á Seyðisfirði. Sú staðreynd átti þó eftir að ráða örlögum þeirra.

Þau gengu í hjónaband og settust að á Seyðisfirði. Ólikar venjur, óblíð veðrátta okkar hrjóstruga lands, myrkur og einangrun reyndu mjög á hina ungu stúlku, sem gat ekki gleymt dönskum sumaryl og ilmandi birkiskógum. Þau ætluðu sér að lifa á list sinni. Frá örófi alda hefur slík ákvörðun verið vísasti vegurinn til örbirgðar. Þau voru engin undantekning,og fátæktin varð þeim að falli.

Sjá meira hér í Vikunni frá 1979

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0