Fjölskyldustundir á laugardögum

 

Tíst tíst!… Ćwir, ćwir!… Tweet tweet! á Náttúrufræðistofu | Fjölskyldustundir á laugardögum

Tíst tíst!

Fljúgið með okkur í hópi farfugla í ævintýralegri sögustund! Fjölskylduvænn fjöltyngisviðburður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli.

Skáldið Ewa Marcinek og leikhúsfrömuðurinn Nanna Gunnars leiða fjölskyldur í gegnum 30 mínútna gagnvirka sögustund sem er ætluð 5-12 ára börnum. Söguþráðurinn fjallar um þann fjölda farfugla sem gerir Ísland að heimili sínu hluta ársins.

Tvær aðskildar sögustundir í boði: Frá 13:00–13:30 og 14:00–14:30. Skráning fer fram á netfanginu [email protected]. Vinsamlegast tilgreinið tíma og fjölda gesta við skráningu.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir, en til að tryggja fjarlægðarmörk er skráningar krafist. Gestir eru vinsamlega beðnir um að bera andlitsgrímur og gæta sóttvarna.

 

Viðburðurinn er liður í dagskrá á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi. Verið velkomin.

Bókasafn Kópavogs 
Gerðarsafn 
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Salurinn

RELATED LOCAL SERVICES