Port er listamannarekið gallery og vinnustofa við Laugaveg 23b, það er opið miðviku- til laugardags frá 12:00-18:00.
Gallery Port tók til starfa 26. mars 2016, með opnun PORT gallerí/verkefnarými (sjá meira hér ) . Síðan eru sýningarnar og viðburðirnir orðnir vel yfir hundrað. Það er fjölbreytt saga og margt eftirminnilegt. Það var ekki tjaldað til einnar nætur, en heldur ekki til fimm ára. Árangur og gleði hafa fleytt okkur á þennan stað og Gallery Port heldur ótrautt áfram, þrátt fyrir áskoranir og ástand og allskonar.
Sjá meira hér
Þau Hulda Vilhjálmsdóttir og Hjörtur Matthías Skúlason opna í dag sýninguna Hugrún í Gallery Porti. Hulda hefur starfað sem myndlistarkona um árabil og Hjörtur er vöruhönnuður. sjá meira hér
Lesa greinina hér
Viktor Weisshappel stendur fyrir sýningunni Í blóma sem nú er í gangi í Gallery Porti. Hann fann sterka löngun til að byrja að mála aftur eftir að heimsfaraldurinn skall á. Sýningin stendur út janúar.
Listamaðurinn Viktor Weisshappel hefur nú opnað sýninguna Í blóma í Gallery Porti við Laugaveg. Viktor útskrifaðist út grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands árið 2015.
„Verkefni mín hafa náð til ýmissa sviða innan hönnunar og lista, frá prenti til málverka og frá grasrótar- til stærri skala hönnunarverkefna. Ég hef verið starfandi sem grafískur hönnuður frá útskrift og bæði unnið hér heima og í Stokkhólmi. Í dag rek ég hönnunarstofuna Ulysses með honum Alberti Muñoz þar sem við sjáum um að skapa ímynd og ásýnd fyrir fyrirtæki. Síðan held ég einnig úti prentsölusíðunni Postprent.is með honum Þórði Hans Baldurssyni, þar sem við seljum prent eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og myndlistarmenn,“ segir Viktor. Sjá meira hér
Í Gallery Port sýna listamenn verk sem unnin eru út frá tölunni 20. Þó eru listamennirnir 21 því eitt verkið er samstarfsverkefni. Galleríið fagnar fjögurra ára afmæli í ár.
Tuttugu verk eru á sýningu sem nú stendur yfir í Gallery Porti á Laugavegi. „Tuttugu og einn listamaður á verk á sýningunni, þar af er eitt samstarfsverkefni,“ segir Árni Már Erlingsson, myndlistarmaður og annar eigandi gallerísins.
„Þegar við ákváðum að opna samsýningu í galleríinu 20. febrúar 2020 þá spratt hugmynd um að vinna út frá tölunni 20. Við ákváðum að verkin skyldu vera lítil, 20×20 sentimetrar, og ef um myndbandsverk væri að ræða þá skyldu þau vera 20 sekúndur eða 20 mínútur. Við fengum til okkar listamenn sem máttu gera hvað sem var, meðan þeir voru tilbúnir til að vinna innan þessa ramma. Flestir þeirra hafa sýnt í galleríinu áður, þó ekki allir. Hópurinn samanstendur að mestu af yngri listamönnum en þarna eru líka eldri listamenn: Eggert Pétursson, Hallgrímur Helgason, Pétur Magnússon ásamt Björk Þorgrímsdóttur,“ segir Árni Már. Lesa meira hér
Hinn barnslegi ótti við það óþekkta mæatir áhorfendum, segir Þórarinn Ingi Jónsson fréttablaðið: Sjá meira hér