Björk Níelsdóttir

Hádegistónleikar í Hafnarborg – Björk Níelsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí kl. 12

Þriðjudaginn 7. maí kl. 12 mun Björk Níelsdóttir, sópran, koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg, ásamt Antoníu Hevesi. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Skvísur og skvettur, flytur Björk aríur eftir Mozart, Puccini og Gounod.

Björk Níelsdóttir stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Árið 2015 útskrifaðist Björk með hæstu einkunn úr mastersnámi þaðan og fékk hún auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir listsköpun. Björk hefur komið fram í frumflutningi á fjöldamörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum. Einnig hefur hún tekið þátt í tónleikaferðalögum með Björk og Florence and the Machine, sem söng- og trompetleikari. Í júní síðastliðnum söng Björk eitt aðalhlutverkið í frumflutningi á óperunni Aarappelvreters eftir David Dramm og Romain Bischoff. Framundan hjá Björk er tónleikahald á hinum ýmsu djasshátíðum um Evrópu í sumar með Kaja Draksler Oktett og næsta haust uppfærsla á nýrri óperu með Holland Opera og Het Houten Huis sem mun bera nafnið Ruimtevluchte. Björk var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Björk Níelsdóttir er fastur meðlimur í Kaja Draksler Oktett, Dúplum dúó, Gadus Morhua og Stirni Ensemble.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið til liðs við sig marga af fremstu söngvurum landsins. Hádegistónleikarnir eru á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Ástríku augun þín – Björk Níelsdóttir  sjá video hér 

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Yoko Ono 90 ára

   Yoko Ono 90 ára

   Yoko Ono 90 ára Friðarsúlan tendruð á afmælisdaginn 18. febrúar Yoko Ono fagnar 90 ára...
   Umhverfishátíð Mynd: Flatbökusamsteypan

   Umhverfishátíð í Norræna húsinu – Gerum heimilin grænni!

   Umhverfishátíð í Norræna húsinu – Gerum heimilin grænni!

   Helgina 7.-8. apríl verður boðið upp á fjölbreytta umhverfisdagskrá í Norræna húsinu fyrir gesti á öllum aldri. Markmiði...

   Auður Rafnsdóttir

   Auður Rafnsdóttir

   Auður Rafnsdóttir  myndlistakona  1957- Auður Rafnsdóttir segir lítið mál að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum. Nú ...

   Lóa Björk Bragadóttir

   Lóa Björk Bragadóttir

   Lóa Björk hefur haldið um 15 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og ýmsri menningarstarfsemi hér á landi og ...