Björk Níelsdóttir

Hádegistónleikar í Hafnarborg – Björk Níelsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí kl. 12

Þriðjudaginn 7. maí kl. 12 mun Björk Níelsdóttir, sópran, koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg, ásamt Antoníu Hevesi. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Skvísur og skvettur, flytur Björk aríur eftir Mozart, Puccini og Gounod.

Björk Níelsdóttir stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Árið 2015 útskrifaðist Björk með hæstu einkunn úr mastersnámi þaðan og fékk hún auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir listsköpun. Björk hefur komið fram í frumflutningi á fjöldamörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum. Einnig hefur hún tekið þátt í tónleikaferðalögum með Björk og Florence and the Machine, sem söng- og trompetleikari. Í júní síðastliðnum söng Björk eitt aðalhlutverkið í frumflutningi á óperunni Aarappelvreters eftir David Dramm og Romain Bischoff. Framundan hjá Björk er tónleikahald á hinum ýmsu djasshátíðum um Evrópu í sumar með Kaja Draksler Oktett og næsta haust uppfærsla á nýrri óperu með Holland Opera og Het Houten Huis sem mun bera nafnið Ruimtevluchte. Björk var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Björk Níelsdóttir er fastur meðlimur í Kaja Draksler Oktett, Dúplum dúó, Gadus Morhua og Stirni Ensemble.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið til liðs við sig marga af fremstu söngvurum landsins. Hádegistónleikarnir eru á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Ástríku augun þín – Björk Níelsdóttir  sjá video hér 

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Slafnesk þjóðlög

   Slafnesk þjóðlög

   Slafnesk þjóðlög – tónleikar og söngsmiðja Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30 Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30 mun...

   Ef lýsa ætti myrkva

   Ef lýsa ætti myrkva

   Síðasti dagur sýningarinnar Ef lýsa ætti myrkva með verkum Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur og Ásmundar Sveinssonar er sunn...

   Samfélag skynjandi vera

   Samfélag skynjandi vera

   Samfélag skynjandi vera – spjall með listamönnum og sýningarstjóra Laugardaginn 2. október kl. 14   Laugarda...
   Hugarflug vinnustofa

   Hugarflug – Brainstorm – Vinnustofa

   Hugarflug – Brainstorm – Vinnustofa

   Áhrif spurninga á hugarflug Í grein Hal Gregersen Better Brainstorming sem er að finna í nýjasta tölublaði Harvard Busi...