Norrænt tónlistarkvöld með Tue West og GDRN

Norrænt tónlistarkvöld með Tue West og GDRN

Danski  söngvarinn og lagahöfundurinn Tue West og hæfileikabúntið GDRN stíga á stokk í Norræna húsinu og streymi og slá lokatóna í viðburðaríka viku í tengslum við Dag Norðurlanda. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við danska sendiráðið og sendinefnd ESB á Íslandi. Miðar fást í gegnum tix.is hér.

Tue West (DK) er danskur söngvari, lagasmiður og framleiðandi sem búsettur er á Íslandi.West kom fyrst fram árið 2003 og hefur síðan þá gefið út sex sólóplötur auk plötu á ensku með tríóinu  Jaruni, Moura og Wesko.  West hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (IS), sem gengur undir listamannanafninu GDRN, þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún gaf út sína fyrstu plötu „Hvað ef“ í ágúst 2018 og vakti hún gífurlega athygli. GDRN hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 og var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna sama ár. Nýjasta plata hennar, GDRN, kom út í febrúar 2020 og hefur einnig hlotið verðskuldaða athygli. Tónlistina hennar má skilgreina sem popp með djassáhrifum, í bland við örlítið R’n’B.

Okkur er það mikil ánægja að hafa West og GDRN á tónleikum í Norræna húsinu.

Related Articles

  Staldrað við verk Bryndísar G. Björgvinsdóttur

  Staldrað við verk Bryndísar G. Björgvinsdóttur

  Staldrað við - sýning á verkum Bryndísar G. Björgvinsdóttur Föstudaginn 29. janúar 2021 kl. 16 verður opnuð sýning á ve...
  Hádegistónleikar með Dóru Steinunni

  Dóra Steinunn Ármannsdóttir

  Dóra Steinunn Ármannsdóttir

  Þriðjudaginn 10 apríl kl.12 kemur söngkonan Dóra Steinunn Ármannsdóttir fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara á hádegis...

  Steingrímur Eyfjörð

  Steingrímur Eyfjörð

  HVERFISGALLERÍ býður þér á opnun sýningar Steingríms Eyfjörð Megi þá helvítis byltingin lifa, laugardaginn 30. mars kl.1...

  Dagur Norðurlanda 23. mars 

  Dagur Norðurlanda 23. mars 

  Dagur Norðurlanda 23. mars - fjölbreytt dagskrá alla vikuna Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur 23. mars ár hvert ...


Sæmundargata 11 102 Reykjavik

+354 5517030

[email protected]

nordichouse.is


27.03.2021 20:00


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland