Tríó Reykjavíkur

Föstudaginn 13. apríl kl. 12.15

Á tónleikunum Tríós Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum verður flutt hin sívinsæla Vorsónata eftir Ludwig van Beethoven, lag úr kvikmyndinni Schindler´s list eftir John Williams og Tzigane eftir Maurice Ravel.

Beethoven samdi alls tíu sónötur fyrir píanó og fiðlu. Óhætt er að segja að Vorsónatan sé ein þeirra allra vinsælustu og mest leikin, enda er hún yndislegur vorboði og mikil heiðríkja yfir verkinu.

Sígauninn, eða Tzigane eftir Maurice Ravel er ein allsherjar flugeldasýning á fiðluna fyrir augu og eyru tónleikagesta.

Tónlistin úr kvikmyndinni Schindler´s list eftir John Williams fór sigurför um heiminn. Á tónleikunum verður flutt eitt af þekktustu lögunum úr myndinni.

Flytjendur á tónleikunum verða Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari.

Ókeypis aðgangur.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0