Harpa – Hvaðan kemur tónlistin?

Harpa er ævintýralegt hús þar sem tónlist berst úr öllum hornum. Á hvaða hljóðfæri er spilað og hvaðan kemur tónlistin?

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson leiðir börn og fjölskyldur í hlustunarratleik um tónlistarhúsið og leita að tónlistinni. Farið verður í gegnum hina ýmsu króka og kima, tónleikasali og ganga Hörpu í skemmtilegri leit að tónlistarfólki sem felur sig hér og þar.

Ratleikurinn hefst við Hljóðhimna klukkan 11:00 og 13:00 og tekur um það bil 45 mínútur.

Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða í gegnum tix.is. Opnað verður fyrir miðabókanir 1. janúar kl 10:00. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og fullorðinn þarf að fylgja hverju barni.

Hvaðan kemur tónlistin? er ný viðbót í fjölskyldudagskrá Hörpu og er unnin í samstarfi við Blindrafélagið og styrkt af Barnamenningarsjóði.

Leiðsögn: Már Gunnarsson
Tónlistarfólk í felum: Yasney Rojano og Kristófer Rodriguez Svönuson.

Aðgengi:
Viðburðurinn er aðgengilegur öllum og sérstaklega útfærður fyrir sjónskerta og blinda.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku, hægt verður að spyrja spurninga á spænsku.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna á vef Hörpu.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0