Litla Gallerý – Gæðastundir kvenna

Litla Gallerý
Guja Nóa – Gæðastundir kvenna
12.-15. október 2023

Málverkið er vinkona og viðfangið eru konur.

Guja Nóa málar konur í daglegu lífi sínu. Henni er gleðin hugleikin og vill miðla henni áfram með málverkinu. Verk Guju Nóa standa saman af hugmyndum um vinkonur sem gera sér glaðan dag úr gráma hversdagsins. Í hverri stund býr hamingja ef grannt er leitað, en stundum þarf að grafa undir yfirborðið til að finna lukkuna í lífinu.

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 12.október frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Guja Nóa hefur alla sína tíð verið viðloðandi myndlist í einu eða öðru formi. Hvorutveggja sem skapari og sem aðnjótandi. Frá 2018 hefur hún tekið myndlistina fastari tökum og einbeitt sér nær alfarið að listagyðjunni, sköpun og frumkrafti.

Áður rak hún eigin fataverslanir og klæddi upp Akureyringa og nærsveitunga.
Kannski er það stærsti skúlptúrinn ?

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 13. október 13:00 – 18:00
Laugardagur 14. október 12:00 – 17:00
Sunnudagur 15. október 14:00 – 17:00

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0