Margrét Elíasdóttir

 

Eg fæddist á Blönduósi,en hef aldrei komið þangað síðan. Alveg frá fæðingu hefur verið mikill flækingur á mér,” segir Margrét. „Ég hef búið hér og þar á landinu hjá ættingjum og vinum. Samanlagt hef ég búið lengst í Reykjavík. Fjölskyldan mín er öll frá Hnífsdal, en þangað hef ég aldrei komið. Sextán ára fór ég burt af landinu og hef ekki verið heima utan þau fjögur ár sem ég var í Myndlista— og handíðaskólanum. Það eru kannski  afleiðingar af þessum þvælingi að ég hef enga þörf fyrir ytra öryggi eða staðfestu og get aðlagast öllum stöðum. Ég held mér hafi ekki leiðst nema á tveimur stöðum. Sjá meira hér í Morgunblaðinu frá ágúst 1987

Margrét Elíasdóttir sýnir í nýju galleríi
SÝNING á olíumyndum Margrétar Elíasdóttur stendur nú yfir í Jera galleríi, Miklubraut 68. Sýningin ber nafnið „allsnægtir”. Á sýningunni gerir listamaðurinn tilraun til að fanga tilfinningu yfirflæðis. Verk Margrétar eru yfirleitt andlegs eðlis og dramatísk en hér nálgast hún sama málefni út frá hversdagslegri viðfangsefnum.
Margrét útskrifaðist frá Konstfack-listaháskólanum í Stokkhólmi 1974 og hefur haldið 9 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Sjá meira hér

Forsíðan
Myndin er af málverki Margrétar Elíasdóttur og heitir „Fjallkonan og mosinn hennar”. Þetta er ein af þeim myndum, sem Margrét sýndi á Kjarvalsstöðum í ágúst (1987), en vegna þess að hlé varð á útkomu Lesbókar í sumar, var ekki hægt að fjalla um sýningu Margrétar. Hún hefur margt reynt þótt ung sé og ferðast víða, en býr nú og starfar í Stokkhólmi. Margrét vakti verulega athygli með þessari sýningu, ekki sízt fyrir hugmyndaflug og færni í teikningu, en um leið er þróunin hjá henni dæmigerð fyrir marga, sem leita nú að útgönguleiðum frá grófleika nýja málverksins.  Sjá meira hér

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0