Sóley

Konan að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækninga- jurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi.

Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu græðismyrsla eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hafði í fjölskyldu Sóleyjar. Grasaþórunn var mikill kvenskörungur og er talin hafa verið ein fyrsta konan á Íslandi til að klæðast buxum.

Erlingur lærði grasalækningar af móður sinni og er talin hafa bjargað börnum sínum frá spænsku veikinni.

Fyrsta vara Sóleyjar var Græðir smyrsl sem var framleitt eftir uppskrift langalangafa hennar Erlings.

Sóley vill viðhalda anda Þórunnar og Erlings með því að halda áfram visku þeirra um grasalækningar með því að framleiða snyrtivörur sem eru kraftmiklar en nógu mildar til að skaða hvorki mann né náttúru. Þú gætir jafnvel borðað vörurnar okkar, en við lofum ekki að þær bragðist vel. Við notum einungis innihaldsefni sem eru samþykkt af Ecocert (stærstu vottunarstofu Evrópu) og hafa öll náttúrulega eða lífræna vottun.

Virku efnin eru jurtirnar sem eru handtíndar í íslenskri náttúru af Sóley og fjölskyldu og starfsmönnum.

Framleiðslan okkar er á Grenivík og vatnið í vörunum okkar kemur úr fjallinu Kaldbaki sem er sögð ein af orkustöðvum islands.

Vörurnar okkar eru seldar í heilsubúðum, apótekum, ferða og lífstílsverslunum um allt. Í dag seljum við vörur okkar í um 11 löndum frá Svíþjóð til Taiwan.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0