Stúlkan, hesturinn og hálendið. Röð prentmynda, málverka og vatnslita sem byggja á draumum um að ríða um hálöndin.
Michelle er fædd í San Francisco en bjó á Hawaii og á meginlandi Evrópu áður en hún fann sér stað á Ísland þar sem hún sinnir myndlist af fullum krafti.
Hún hefur sýnt verk sín í Galerie Cècile Charron í París, InGenio Arte Contemporanea í Torino og Galleria d’Arte III Millennio Feneyjum, galleríinu Knoerle Baettig Fine Art í Winterthur, Galerie Villa Mainau í Zurich, Zurcher Kantonal Bank og AXA í Winterthur.
Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi og hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess að halda fyrirlestra og leggja stund á listrænt handverk.
Í Hollandi lærði hún hjá málaraskáldinu Anton Martineau og sótti Rietveld akademíuna. Á Indlandi lærði hún að vinna styttur úr bronsi í Honey Arts Modeling Center. Hún fékk 5 styrki úr listasjóði SSV Uppbyggingarsjóði Vesturlands og styrki Menningarsjóðs Borgarbyggðar og Karolina Funds.
Aðrir sýningarstaðir eru m.a. Baer Art Center og SIM Samband Íslenskra Myndlistarmanna. Verk hennar má finna í einkasöfnum í Sviss, Der Landbote og SEC Communications.
Michelle hefur unnið að verkefnum og kennt fyrir stofnanir eins og: List Fyrir Alla, Djúpavogshreppur, Creatrix, Menntaskólann í Borgarnesi, Listaskóla Borgarnes og Ungmennasamband Borgarfjarðar. Málverk eftir hana hefur verið valið til þess að vera í hópi fjölmargra listaverka sem send eru til tunglsins á vegum verkefnisins Lunar Codex.
Erlendis hefur Michelle haldið listasmiðjur fyrir fólk með sérþarfir fyrir Cíttá di Torino. Svissneski Kanton skólinn í Zurich hefur boðið Michelle að halda yfir tug sýninga fyrir dagskránna sína A Wie Atelier. Þá hefur hún verið ráðin til að halda listasmiðjur fyrir fyrirtækjahópa Google Zurich, GIS-Zentrum Baudirektion Kanton Zurich og Integrative Psychiatric clinic í Winterthur.
Á Íslandi stofnaði hún Art House Borgarnes sem er vefsíða sem sýnir samstarfsverkefni um félagslega list. Hún var skipuleggjandi Borgarnes Film Freaks viðburðanna og var meðframleiðandi heimildarmyndarinnar Pourquoi Pas Borgarnes. Bæði verkefnin fengu styrki.
Í Sviss stofnaði og skipulagði hún listviðburðina: Open Doors og Outside Inside. Í 6 ár samfleytt gaf hún út árlega listtímaritið MAP Magazine Artist Professionals í Winterhur. Málverk og teikningar hennar voru gefin út hjá The Café Review – Maine ́s Poetry Journal og hollenska & belgíska tímaritinu Joie de Vivre.´
Sýningaropnun verður 25. apríl frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 26. apríl 13:00 – 18:00
Laugardagur 27. apríl 12:00 – 17:00
Sunnudagur 28. apríl 14:00 – 17:00
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.