Suðurverk

Suðurverk

Suðurverk var stofnað árið 1967 sem sameignarfélag. Fyrstu árin starfaði félagið sem vélaleiga en fór að taka þátt í hinum almenna útboðsmarkaði árið 1982 og árin 1983 til 1984 byggði fyrirtækið 3. áfanga Kvíslaveitna fyrir Landsvirkjun.

 Í ágúst 1985 tók Dofri Eysteinsson og fjölskylda við rekstrinum og Suðurverk hf varð til. Suðurverk hefur síðan aðallega starfað við vega- og gatnagerð, í stíflumannvirkjum og veituskurðum og við hafnarmannvirki og brimvarnargarða. Meðal helstu viðskiptavina eru Vegagerð ríkisins, Landsvirkjun, Siglingastofnun Íslands og Faxaflóahafnir ásamt sveitafélögum víða um land og fjölmörgum öðrum smærri aðilum.

 Í dag er Suðurverk meðal öflugustu verktakafyrirtækja Íslands og fyrirtækið býr yfir miklum og öflugum tækjakosti, reynslumiklu starfsfólki og mikilli fagþekkingu.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0