Nemendur við LIst- og verkmenntaháskólann í Vilníus í Litháen fluttu íslensk eddukvæði við litháísk þjóðlög og bjuggu til dansa við þau á skólasýningu árið 2020. Endurtaka átti hana á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sumarið 2020 en ekkert varð af því vegna faraldursins. Nú eru fjórir nemendur úr hópnum komnir til Íslands til að kynna verkefnið. Þeir sýna myndband frá tónleikunum og flytja nokkur lög við eddukvæði. Kynningin verður í Hinu húsinu, Rafstöðvarvegi 7 í Elliðarárdal.