ÍSL BERG Contemporary tilkynnir með ánægju formlegt samstarf til framtíðar við Þórdísi Erlu Zoëga. Sýning hennar, Spaced Out, sem nú stendur yfir í galleríinu hefur ennfremur verið framlengd til ársloka.
Þórdís Erla Zoëga (1988) útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012. Hún hefur sýnt víðsvegar erlendis, svo sem í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og víðar. Hérlendis hafa verk hennar verið sýnd á Listahátíð í Reykjavík, Listasafni Árnesinga, Listasafni Akureyrar, Gerðarsafni í Kópavogi og Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur tekið þátt í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, auk þess sem hún er bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2022. Spaced Out er hennar fyrsta einkasýning í BERG Contemporary.
Hægt er að nálgast verkalista sýningarinnar hér.