Váboðar eftir Ófeig Sigurðsson

Einstaka sinnum sprettur upp úr grámygluðum hversdagsleika og andlausu vinnubrjálæði í litlum einangruðum og innræktuðum sjávarplássum frumleg kenning. Ekki oft en það gerist. Ljós kviknar í djúpinu og dregur til sín æti.

Váboðar eftir Ófeig Sigurðsson er safn ná- og fjarskyldra sagna af draumum og fyrirboðum, sérhæfðum rannsóknum og stórhuga áformum, öpum og máfum, skáldum og vísindamönnum, bókum og hnífum, dyntóttu landi og ráðvilltri þjóð. Þetta eru ágengar og fyndnar sögur þar sem misjafnlega venjulegt fólk glímir af veikum mætti við aðsteðjandi ógnir og óttann undir niðri.

Ófeigur Sigurðsson er þekktur fyrir frumlegar og skemmtilegar skáldsögur og ljóðabækur. Skáldsaga um Jón var fyrsta bók hans sem vakti verulega athygli og hreppti síðan Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins en þekktust er metsölubókin Öræfi sem hlaut einróma lof gagnrýnenda og Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014.B

Fiskislóð 101 Reykjavik

575 5636

[email protected]

forlagid.isCATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Saltvatnaskil eftir Hrafnhildi Þórhallsdóttir

   Saltvatnaskil eftir Hrafnhildi Þórhallsdóttir

   Bókin Saltvatnaskil fjallar um konu sem leggst út, nánar tiltekið undir brúna yfir Tjörnina í Reykjavík í kjölfar atburð...

   The Complete Sagas of Icelanders

   The Complete Sagas of Icelanders

   The Complete Sagas of Icelanders Höfundar: Terry Gunnell, Vidar Hreinsson (eds.), Robert Cook, Keneva Kunz, Bernard...

   Höfundakvöld með Monika Fagerholm

   Höfundakvöld með Monika Fagerholm

   Monika Fagerholm (fædd 1961) er einn athyglisverðasti finnsk-sænski rithöfundur samtímans. Henni hefur verið lýst sem fr...

   Bókatíðindi 2023

   Bókatíðindi 2023

   Bókatíðindi 2023 Kæri bókaunnandi, okkar einstaka jólabókaflóð er brostið á. Nýjar bækur renna nánast á færibandi út úr...