Kambsmálið eftir Jón Hjartarson

Höfundur:

Kambsmálið

Höfundur: Jón Hjartarson

 

Þann 4. júni 1953 mætti hreppstjóri Árneshrepps að bænum Kambi í sömu sveit til þess að bjóða upp dánarbú heimilisföðurins, sem látist hafði fyrr á árinu. Húsmóðirin var á berklahælinu á Vífilsstöðum en heima fyrir einungis börnin, átta talsins og á aldrinum 7 til 18 ára.

Þegar búið var að selja hæstbjóðendum allt sem nýtilegt var af búsmunum, stóð til að ráðstafa barnaskaranum á heimili í sveitinni eftir fornum reglum um sveitarómaga. Þá gerist það að átján ára heimasæta stillir sér upp í útidyrum og fyrirbýður að nokkurt systkina hennar verði tekið í burtu af heimilinu.

Eftir nokkurt stímabrak lúpast yfirvöld af bænum og skilja börnin eftir í reiðileysi.

Móðirin og börnin. Efri röð frá vinstri: Trausti, Fanney, Marta, Pálína og Ágúst. Neðri röð frá vinstri: Anna, Jóna, Guðbjörg, Kristín og Þorbjörg.

Út er komin bókin Kambsmálið – Engu gleymt, ekkert fyrirgefið eftir Jón Hjartarson rithöfund og fyrrverandi fræðslustjóra. Bókin segir frá fornaldarlegum átökum fátækrar fjölskyldu við hreppsyfirvöld í Árneshreppi. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út.

Blaðið grípur hér ofan í upphafskafla bókarinnar þar sem segir frá því þegar hreppstjóri mætir að bænum Kambi þann 4. júní 1953 þeirra erinda að bjóða upp dánarbú heimilisföðurins sem látist hafði fyrr á árinu. Húsmóðirin var á berklahælinu á Vífilsstöðum en heima fyrir einungis börnin, átta talsins og á aldrinum 7 til 18 ára. Millifyrirsagnir eru blaðsins.  Sjá meira hér

Austurvegur 22 800 Selfoss

4823079

[email protected]

netbokabud.isCATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Hin mörgu andlit trúarbragðanna

   Hin mörgu andlit trúarbragðanna

   Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um hin hefðbundnu trúarkerfi með áherslu á stöðu mála í samtímanum; kristni, íslam, ...

   Söguslóðir í Dölum eftir Árna Björnsson

   Söguslóðir í Dölum eftir Árna Björnsson

   Út er komin bókin Söguslóðir í Dölum eftir menningarsagnfræðinginn Árna Björnsson. Það eru fá héruð jafn rík af sögum...

   Höfundur Ólafur Kvaran.

   Höfundur Ólafur Kvaran.

   EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI, HÖFUNDUR ÓLAFUR KVARAN Einar Jónsson (1874–1954) var brautryðjandi í íslenskri höggmynd...

   Bókatíðindi 2020

   Bókatíðindi 2020

   Kæri bókaunnandi, Við lifum á fordæmalausum tímum, er setning sem við höfum oft heyrt á þessu ári og væri væntanlega va...