Sumarkvöld í miðborginni

Skólavörðustígur er önnur af tveimur helstu verslunargötum miðbæjar Reykjavíkur, hin gatan er Laugavegur. En Skólavörðustígurinn liggur einmitt frá mótum Laugavegar og Bankastrætis í suðaustur upp Skólavörðuholtið og endar við Hallgrímskirkju sem stendur efst á holtinu. Við götuna er fjöldi fyrirtækja, verslana og eitt tugthús, sem er reyndar verið að gera upp, en það var reist árið 1872, og var í notkun til 2016. Hugmyndir er að breyta húsinu í mathöll. Þegar Icelandic Times leit við á Skólavörðustígnum seint í gærkvöldi, kom það verulega á óvart hve margir voru á ferli, sérstaklega erlendir ferðamenn að guða á glugga. 

Reykjavík 24/07/2021  22:47 24mm

Myndin : Horft upp Skólavörðustíginn í átt að Hallgrímskirkju

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson