Kvöldopnun í Ásmundarsafni: Tunglskoðun í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
Fimmtudaginn 21. janúar mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness standa fyrir tunglskoðun í garðinum umhverfis Ásmundarsafn. Félagsmenn verða með nokkra stjörnusjónauka á staðnum og fræða gesti og gangandi um þennan næsta nágranna okkar í geimnum. Tunglskoðunin hefst kl. 18 og stendur til kl. 20.

Ljósmynd: Pétur Thomsen
Ásmundarsafn verður opið til kl. 20 á fimmtudögum í janúar og boðið verður upp á skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna á kvöldopnunum. Sýningin Geimþrá hefur hlotið frábærar viðtökur og var á lista Morgunblaðsins yfir fimm bestu sýningar ársins 2015.
Aðgangseyrir á safnið er kr. 1500, ókeypis fyrir 18 ára og yngri. Menningarkorthafar geta boðið vini með sér á Ásmundarsafn endurgjaldslaust í janúar.
Ljósmynd: Pétur Thomsen.