ANNA JÓELSDÓTTIR

ANNA JÓELSDÓTTIR OPNAR SÝNINGUNA EINN Á BÁTI / SAILING SOLO
06/03/201 9 – 06.04.2019

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

Sýningar og viðburðir. Sýningin mun standa til 6. apríl.

Anna Jóelsdóttir mun opna sýningu sína; EINN Á BÁTI / SAILING SOLO, föstudaginn 8. mars á milli klukkan 17 & 19 – í Tveimur hröfnum listhúsi á Baldursgötu 12 – þá mun og Jóel Pálsson blása fyrir okkur í saxann. Verið hjartanlega velkomin!

Anna Jóelsdóttir nam myndlist við The School of the Art Institute of Chicago og lauk þaðan MFA námi árið 2002 . Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga þar á meðal í Bandaríkjunum, Evrópu og á Íslandi. Má þar nefna; Nýlistasafnið, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarborg, Museum of Contemporary Art í Chicago, Listasafn Así, Listasafn Akureyrar, Stux Gallery í New York, Zg Gallery í Chicago, Clocktower Gallery í New York og Rijswijk Museum í Hollandi.


Anna flutti sig nýlega um set eftir 23 ár í Chicago og býr nú og starfar í Reykjavík.

Anna Jóelsdóttir er einnig á mála hjá Salon STUX West í New York og Zg Gallery í Chicago.
Í myndsköpuninni getur einfalt verkfæri á borð við penna hrint af stað hugmynd. Með penna get ég stýrt offlæði upplýsinga, hægum eða gjósandi tilfinningum, óreiðu, skilningi og misskilningi. Línurnar sem penninn dregur skila því sem ég sé í huga mér á flötinn og skapa þar eigin veröld – abstrakt samhengi fyrir brotakenndar hugsanir. Þegar teikningin umbreytist í málverk koma til penslar og litir sem víkka þessa veröld út. Verkin spretta af óeirð, skýrri sýn og óvissu, og þróast svo í samtal milli óvissu og þekkingar, skynsemi og tilfinninga. Þegar ég byrja veit ég ekki hvernig verkið mun þróast eða hvernig það mun á endanum verða. Þetta er strembið ferli en það er líka gefandi þegar það kemur mér á óvart.

Febrúar 2019 / Anna Jóelsdóttir

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES