Húsin í Færeyjum

Helena Sivertsen opnar sýningu sína á olíumálverkum í Listhúsi Ófeigs laugardaginn 4. maí milli 14 og 16.  Sýningin í Listhúsi Ófeigs, verður opin á afgreiðslutíma Gullsmiðju Ófeigs, á virkum dögum frá kl. 10-18, laugardagar frá kl. 11-16.  Sýningin Húsin í Færeyjum stendur til 15. maí 2024
Helena er fædd árið 1970  og upp alin í Færeyjum, þar sem hún bjó í einu af þessu húsum, til 9 ára aldurs. Hún  sótti samt daglega aftur á þessar æskuslóðir. Helena flutti til Íslands 1993 og hefur átt heima í Reykjavík síðan þá.  Helena hefur stundað ýmis listanámskeið bæði í Færeyjum og í Myndlistarskóla Kópavogs og tók hún 2 ára stúdentspróf í Myndlistaskólanum í Reykjavík, þar sem hún útskrifaðist árið 2018.
Helena er með eigin vinnustofu, Nalla Art sem er á 2 hæð í  Suðurveri,  þar eru verkin hennar uppi á vegg, býðst fólki að koma að skoða vinnustofu hennar, eftir samkomulagi.
Sýningin í Listhúsi Ófeigs, verður opin á afgreiðslutíma Gullsmiðju Ófeigs,
á virkum dögum frá kl. 10-18, laugardagar frá kl. 11-16 Sýningin Húsin í Færeyjum er til 15. maí 2024
Nánar upplýsingar
Helena Sivertsen
S.862-8249

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0