Bjartsýn þjóð

Í aðeins þrjátíu km fjarlægð frá Grindavík, þar sem jörð skelfur, og hraun er að finna sér leið upp, eru hundruðir iðnaðarmanna að byggja nýjar íbúðir og iðnaðarhúsnæði á nýlegu hrauni, Kapelluhrauni á Völlunum í Hafnarfirði. Hraunið, sem er úfið apalhraun kom upp í Krýsuvíkureldum árið 1151, og rann úr 25 km langri gossprungu við Vatnsskarð rétt norðan Kleifarvatns til Hafnarfjarðar, 10 km langa leið. Svæðið er enn virkt, og hvort gjósi þarna eftir 3 mánuði, 3 ár, 30 ár eða þrjúhundruð, veit engin, en það er mikil bjartsýni í athafnamönnum og almenningi að fjárfesta í mannvirkjum á þessum stað. Icelandic Times / Land & Saga kíkti við á Vellina, vestasta hverfi höfuðborgarsvæðisins, til að fylgjast með framkvæmdum á Kapelluhrauninu.

Kapelluhraun, hefur ekki veðrast mikið, síðan það rann til Hafnarfjarðar árið 1151
Það er verið að byggja hundruðir íbúða á svæði sem gæti farið undir hraun. Við erum bjartsýn.
Búið að steypa grunninn, framkvæmdir hafnar í Kapelluhrauni
Það verður gaman fyrir börnin sem flytja í hverfið að leika sér í Kapelluhrauni, sem er fullt af gjótum eins og þessari sem var örugglega 3 metra djúp
Komin ný gata, verið að undirbúa grunninn
Verið að reisa nýtt atvinnuhúsnæði á Völlunum, en mörg stór fyrirtæki eru þarna, eins og Icelandair, Vélsmiðjan Héðinn, Hertz bílaleigan, Fedex, Alcoa.
Íbúarnir á efri hæðunum ættu að vera öruggir ef hraun rennur aftur yfir svæðið

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Hafnarfjörður 20/11/2023 –  A7C : FE 2.5/40mm G