Flensborgarskóli, stofnaður 1877 lengst uppi á hæðinni, Hafnarfjarðarhöfn í forgrunni

Annar í vetri í Hafnarfirði

Það fór ekki mikið fyrir fyrsta vetrardegi, sem bar upp 28. október á Íslandi í ár. Hin innflutta Hrekkjavaka virðist hafa tekið yfir. Þar sem fyrsta vetrardag ber alltaf upp á laugardag, er hann ekki almennur frídagur eins og Sumardagurinn fyrsti, sem ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu 19. til 25. apríl. En það viðrar vel fyrstu daga vetrar á öllu Íslandi, sólríkt og lygnt á nær öllu landinu fyrstu vikuna, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Í heiðni á Íslandi, voru tveir síðustu dagar sumars á undan fyrsta vetrardegi mikil hátíð, kölluð Vetrarnætur, sem náði síðan hámarki á fyrsta vetrardegi. Dagur sem virðist samkvæmt heimildum verið ein af megin blótum heiðinnar, og varð síðan áfram mikill veislu- og gleðidagur lengi eftir kristnitöku. Icelandic Times brá sér í þriðja stærsta bæ landsins, Hafnarfjörð, til að fanga annan í vetri, í sól… og næstum sumri.

Bátaskýlin við Hvaleyrarlón
Er Hafnarfjarðarhöfn fallegasta höfn landsins?
Horft yfir Hafnarfjarðarhöfn yfir að miðbænum
Sundhöll Hafnarfjarðar á Krosseyrarmölum, byggð fyrir 70 árum síðan
Dorgveiðimenn við innsiglinguna í Hafnarfjarðarhöfn

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Hafnarfjörður 29/10/2023 –  A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G