Stjórnarráðið, skrifstofa Forsætisráðherra

Fyrsti í þeim síðasta

Ljósum prýdd LækjargataÞað var fyrir 105 árum, þann fyrsta desember 1918, sem Ísland var aftur fullvalda ríki. Reyndar með dönskum konungi, og það í miðri spænsku veikinni, þar sem annaðhvor maður maður lá í pestinni, og ótrúlegur fjöldi dó. Á sama tíma gekk kuldakast yfir landið og eldfjallið Katla gekk hamförum, vikurnar áður. Auðvitað var samt þessi dagur, vegur að fullu sjálfstæði sem við íslendingar fengum loksins ´44, eftir að hafa verið partur af Noregi og síðan Danmörku, allar götur síðan 1262, eða í 682 ár, næstum sjö aldir. Nítján hundruð og átján var fullveldinu fagnað fyrir utan Stjórnarráðið. Í dag, voru það bara jólaljós, jólaköttur og ferðalangar sem áttu ferð um Lækjartorg við Stjórnarráðið þegar Icelandic Times / Land & Saga átti leið þarna um., og var hugsað 105 ár til baka. En frásögn samtímamanns af athöfninni fyrir 105 árum, var svona; Þá byrjaði íslenski þríliti fáninn að stíga upp eftir stönginni, það varð dauðaþögn, það var eins og allir héldu niðri í sér andanum. Um leið og fáninn var að komast að hún opnaðist skýjaþakið og bjart sólskin streymdi niður yfir stöngina og ljómaði á fánann. Þá rann út í fyrir mörgum….sá ég tár renna niður kinnarnar á mörgum hraustum manni.

 

Jólakötturinn og Stjórnarráðið
Jólaköttur Reykjavíkur á Lækjartorgi
Miðbærinn, Dómkirkjan  og jólaljós
Horft vestur Austursstræti

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 01/12/2023 –  RX1R II : 2.0/35mm Z